Skilmálar

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru frá Jón og Óskar til neytenda. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.jonogoskar.is  eru einungis fáanlegar á íslensku. Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakauplögum um samningsgerð,lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustulögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

 

1. Skilgreining

  • Seljandi er Js Gull ehf (Jón og Óskar), kennitala: 650202-3090, Virðisaukanúmer 74093.
  • Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 18 ára til að versla áwww.jonogoskar.is

2. Skilaréttur

  • Skiptifrestur er 10 dagar frá afhendingardegi.  Við tökum tillit til þeirra sem eiga ekki heimangengt á þeim tíma.
  • Vara sem er skilað þarf að vera í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum.  Ábyrgðarskírteini þarf að fylgja þegar það á við. Kvittun eða vörureikningur þarf einnig að fylgja þegar það á við.
  • Vörur eru ekki endurgreiddar, heldur einungis er um inneignanótu í verslunum okkar að ræða.

3. Pöntun

  • Ef viðskiptavinir eru ekki búsettir á höfuðborgarsvæðinu, getum við sent hringamál ykkur að kostnaðarlausu. Vinsamlegast sendið fyrirspurn um það á info@jonogoskar.is.
  • Ef varan er ekki til á lager getum við sérsmíðað sambærilega vöru ef þess er óskað. Upplýsingar um það skulu berast í gegnum tölvupóst info@jonogoskar.is
  • Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun.
  • Kaupandi fær senda staðfestingu á kaupum þegar pöntun er skráð. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.
  • Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar.
  • Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum innan sanngjarns tíma frá því að hann fékk vitneskju um afhendinguna. Samkvæmt grein 23 í lögum um neytendakaup.
  • Ein stærðarbreyting á hringum er innifalin í kaupverðinu, sé hún gerð innan mánaðar frá kaupdegi. Séu hringar sendir með pósti til breytingar, greiðir kaupandi sendingakostnað.

4. Upplýsingar

  • Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.
  • Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
  • Það skal ítrekað að allar ljósmyndir hér á síðunni er birtar með fyrirvara um að viðkomandi vara sé enn fáanleg. Ef vara er ekki fáanleg, getur kaupandi valið sér aðra sambærilega vöru eða fengið vöruna þegar hún verður aftur fáanleg í verslun
  • Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslana.
  • Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað  í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

5. Verð

  • Jonogoskar.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og undangenginnar tilkynningar.
  • Villur í verði geta orðið til fyrir slysni og eru ekki bindandi fyrir jonogoskar.is  og er okkur heimilt að breyta því án frekari útskýringa
  • Verðhækkanir sem og verðlækkanir er eiga sér stað eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.
  • Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega.
  • Sendingarkostnaður er innifalinn í kaupverði ef um sendingu innanlands er að ræða.   
  • Öll verð eru gefin upp í Íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

6. Greiðsla

  • Við tökum á móti: VISA, Mastercard og American express.
  • Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu og er sá möguleiki valin þegar kaupandi er búin að skrá sig sig og um leið og kaupandi velur sendingamáta.
  • Við bjóðum upp á Visa og Mastercard lán þar sem hægt er að skipta greiðslunni eftir þínum þörfum.  Einnig bjóðum við upp á léttgreiðslur til 3 mánaða en að hámarki fyrir kr. 70.000,-. Þau lán þarf að biðja sérstaklega um í gegnum tölvupóst,info@jonogoskar.is
  • Pöntun er ekki staðfest fyrr en greiðsla er innt af hendi.
  • Ef að sölu hefur orðið og vara ekki fáanleg, er kaupanda boðið uppá endurgreiðslu, aðra sambærilega vöru eða að bíða eftir að vara verði fáanleg.

7. Afhending og seinkun

  • Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef að varan er uppseld.
  • Eðlilegur afhendingatími vöru eru 5-7 virkir dagar frá því að pöntun hefur verið staðfest.

8. Póstsendingar Innanlands

  • Allar vörur sem eru sendar fara með Íslandspósti í ábyrgðarpósti.
  • Um leið og sending er farin frá seljanda er hún á ábyrgð kaupanda.
  • Seljandi og kaupandi geta samið sérstaklega um tryggingu á sendingu og þarf kaupandi sérstaklega að biðja um það hjáinfo@jonogoskar.is 

9. Póstsendingar til útlanda

  • Ef verslað er erlendis frá greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn, og allan þann aukakostnað sem kemur til vegna sendingar.
  • Seljandi og kaupandi geta samið sérstaklega um tryggingu á sendingu og þarf kaupandi sérstaklega að biðja um það hjáinfo@jonogoskar.is 

10. Yfirferð á vörum

  • Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga.
  • Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda.

11. Réttur við galla 

  • Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð eða nýja vöru.
  • Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega til info@jonogoskar.is. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. 
  • Réttur til að fá galla bættan er í 2 ár.
  • Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

12. Ábyrgð

  • Ábyrgðir seljanda hafa ekki  í för með sér takmarkanir á rétti sem á er kveðið um í lögum um neytendakaup.
  • Ábyrgð vegna galla á vöru er 2 ár eftir kaupdagsetningu, nema að annað sé tekið fram.
  • Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu eða umbúðum vöru sé framvísað. 
  • Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits.
  • Ábyrgð fellur úr gildi ef vara hefur verið opnað eða átt hefur verið við hana án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þrátt fyrir að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili.
  • Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.
  • Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði eftir 2 ára ábyrgðartíma.
  • Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka.

12. Persónuvernd

  • www.jonogoskar.is fer með persónuupplýsingar í samræmi við nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga
    • Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni www.jonogoskar.is  og hefur enginn nema eigendur vefsins og umsjónarmenn hans aðgang að þeim. Í engum tilvikum eru persónuupplýsingar afhendar þriðja aðila. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir viðskiptavinur www.jonogoskar.is  samþykki sitt fyrir að fyrirtækið safni og vinni úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins.
    • www.jonogoskar.is mun ekki undir neinum kringumstæðum geyma neinar kreditkorta upplýsingar kaupanda, þar sem kaupandi fer sjálfkrafa inná örugga greiðslusíðu Borgunar og gengur frá greiðslu fyrir kaupum þar.
    • Aðgangur þinn og notkun á www.jonogoskar.is er háð skilmálum og skilyrðum sem koma fram í þessari tikynningu um lagaleg atriði.  Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála, skaltu ekki nota þessa síðu.  Þessir skilmálar geta breyst frá einum tíma til annars án fyrirvara.

13. Úrlausn vafamála

  • Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt.
  • Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Neytendasamtökin.
  • Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda .

14. Þjónusta og upplýsingar

  • Ef þú hefur spurningar um innihald eða efni heimasíðunnar er þér velkomið að hafa samband  við okkur info@jonogoskar.is.  Við munum svara öllum þínum fyrirspurnum með ánægju innan 2 virkra daga