Skilmálar

Skilmálar jonogoskar.is

1. Almenn ákvæði -- Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.jonogoskar.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur JS Gull ehf., hér eftir kallað Jón og Óskar, annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Skilmálar þessir teljast samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu. „Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Jonogoskar.is selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. Jafnframt er vísað til laga nr. 16/2016 um neytendasamninga og laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ábendingar, fyrirspurnir eða kvartanir skal senda á netfangið info@jonogoskar.is

2. Upplýsingar og verð -- Verð á vefsvæði jonogoskar.is eru með virðisaukaskatti. Jón og Óskar áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Jón og Óskar mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

3. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni jonogoskar.is  og hefur enginn nema eigendur vefsins og umsjónarmenn hans aðgang að þeim. Í engum tilvikum eru persónuupplýsingar afhentar þriðja aðila. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir viðskiptavinur jonogoskar.is  samþykki sitt fyrir að fyrirtækið safni og vinni úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins.  Jón og Óskar mun ekki undir neinum kringumstæðum geyma neinar kreditkortaupplýsingar kaupanda, þar sem kaupandi fer sjálfkrafa inná örugga greiðslusíðu Rapyd Payments og gengur frá greiðslu fyrir kaupum þar.  Aðgangur þinn og notkun á jonogoskar.is er háð skilmálum og skilyrðum sem koma fram í þessari tikynningu um lagaleg atriði.  Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála, skaltu ekki nota þessa síðu.  Þessir skilmálar geta breyst frá einum tíma til annars án fyrirvara.

4. Aðgangur -- Kaupandi hefur leyfi til að nota jonogoskar.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem jonogoskar.is setur. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á jonogoskar.is.  Jón og Óskar áskilur sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup á jonogoskar.is verður það tilkynnt til lögreglu. Jón og Óskar áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að jonogoskar.is ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu.

5. Innskráning, pöntun og afhending -- Við fyrstu innskráningu á jonogoskar.is skráir kaupandi fullt nafn og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið skilmála jonogoskar.is. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista jonogoskar.is. Pöntun kaupanda á jonogoskar.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Jonogoskar.is er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru í 2. grein þessara skilmála) og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupósti. Jafnframt sendir jonogoskar.is kaupanda afrit af reikningi þ.e. ef greiðsla berst frá kaupanda. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Í kaupferlinu velur kaupandi sér sendingarleið. Jón og Óskar leggur sig fram um að afhenda vöru á réttum tíma til kaupanda.  Ef kaupandi hefur valið að fá sendingu með Póstinum þá ber Jón og Óskar ekki ábyrgð á afhendingartíma sendingarinnar. Nánari upplýsingar um þjónustu póstsins má finna á heimasíðu Póstsins.

6. Yfirferð á vöru -- Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið info@jonogoskar.is eða hafa samband við Jón og Óskar. Jón og Óskar áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 7 daga. 

7. Samningurinn -- Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála jonogoskar.is. Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði jonogoskar.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum jonogoskar.is. 

8. Greiðsla -- Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu: • Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með kreditkorti. • Millifærsla: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu þarf kaupandi að millifæra yfir á reikning jonogoskar.is og setja í tilvísun/stutt skýring númer á pöntun. Ef Jón og Óskar.is hefur ekki móttekið greiðslu innan tveggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður. • Netgíró: Kaupandi samþykkir að nota þjónustu Netgíró. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Frekari upplýsingar um virkni þjónustunnar má finna á netgiro.is.

9. Réttur til að falla frá samningi -- Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi innan 14 daga frá því að þú fékst vöruna afhenta. Frestur til að skila vörunni til okkar aftur rennur út 14 dögum eftir þann dag. Til þess að nýta réttinn þarft þú að tilkynna okkur ákvörðun þína með ótvíræðri yfirlýsingu t.d. með bréfi eða tölvupósti á netfangið info@jonogoskar.is. Nota má meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda. Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út. Ef þú fellur frá þessum samningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað. Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst varan til baka. Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega.  Kaupandi er ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.

Eyðublað:
https://neytendastofa.is/library/Files/Neytendarettarsvid/ey%c3%b0ubla%c3%b0_.docx.

10. Galli -- Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað eða endurgreiðum sé þess krafist. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið info@jonogoskar.is með upplýsingum um galla vörunnar. Tilkynningarfrestur vegna galla er almennt tvö ár en fimm ár ef vöru er ætlaður verulega lengri endingatími sbr. 2. mgr. 27. gr. laga um neytendakaup.Jón og Óskar.is áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 7 daga.

11. Ábyrgð -- Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits. Ábyrgð fellur úr gildi ef vara hefur verið opnuð eða átt við hana án samþykkis Jón og Óskar þrátt fyrir að þar hafi verið að verki viðurkenndur aðili eða verkstæði. Ábyrgðin fellur líka úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar. Jón og Óskar er ekki skuldbundið til að sjá um viðgerð á vöru, gefa afslætti eða skipta út vöru eftir að ábyrgðartíma lýkur. Jón og Óskar áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála. Ef vara fellur undir ábyrgðarskilmála þá er Jón og Óskar skylt að bjóða kaupanda leiðréttingu á gallanum.

12. Eignarréttur -- Seldar vörur eru eign Jón og Óskar þar til kaupverð er greitt að fullu.

13. Annað -- Jón og Óskar.is áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Birting á vefsíðu jonogoskar.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

14. Ágreiningur -- Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. www.kvth.is.

15. Gildistími Skilmálar þessir gilda frá 1. júní 2025.