ÍslínanÍslínan er ein stærsta skartgripalína Jóns & Óskars. Gullsmiðirnir okkar sóttu innblásturinn í frostrósir og niðurstaðan varð þessi fjölbreytta og skemmtilega skartgripalína úr rhodiumhúðuðu silfri.

Hægt er að finna skartgripi af öllum stærðum og gerðum innan línunnar og fá flesta muni með eða án "snjóáferðar" þar sem hluti skartsins er hamrað. Einnig má bæta við steinum eftir sérpöntunum.