Jón & Óskar hafa sérhæft sig í sölu og mati á demöntum. Hér á eftir fer fróðleikur um þennan konung eðalsteinanna:
Demantar mjög sjaldgæfir og verðmætir. Demanturinn er jafnframt harðasta náttúrurlega efnið sem fyrirfinnst á jörðinni. Demanturinn í sínu hreinasta formi samanstendur af aðeins einu frumefni, kolefni. Fyrir nokkrum milljörðum ára þegar jörðin var að mótast varð kolefni sem var fast nokkur hundruð kílómetra ofan í jörðinni, fyrir miklum hita og gríðarlegum þrýstingi. Við þessar aðstæður kristallaðist kolefnið og demanturinn myndaðist. Eldgos skiluðu síðan demöntunum upp á yfirborð jarðar. Það eru því engar ýkjur að halda því fram að demanturinn sé eilífur.
Þegar gæði og verðmæti demanta eru metin er oft talað um C-in fjögur. C-in fjögur standa fyrir cut, color, clarity og carat, eða eins og það myndi útleggjast á íslensku: slípun, litur, hreinleiki og þyngd.
Slípun: Þessi flokkun snýst ekki einungis um það hvernig demanturinn er í laginu, heldur einnig hvernig ljós fellur á og endurvarpast af fægifleti steinsins. Demantar sem varpa mestu ljósi skora hátt í slípunarflokknum.
Litur: Demantar eru flokkaðir eftir litaskala þar sem alveg litlausir demantar eru verðmætastir. Neðst á skalanum eru demantar sem eru með gulri eða brúnni slikju.
Hreinleiki: Nær allir demantar eru með litlar agnir inni í steininum eða utan á honum. Ef þessar agnir eru fáar og lítt sýnilegar er hreinleiki steinsins meiri og hann þar með verðmætari.
Þyngd: Þyngd demants er það sem ræður mestu um verð hans. Mælieingin sem er notuð er carat (sem er ekki það sama og mælieiningin fyrir hreinleika gulls, karat) og er eitt carat jafnt og 0,2 gr, um það bil sama þyngd og ein bréfaklemma.
Upp á síðkastið má segja að fimmta C-ið hafi bæst við - "Conflict Free" demantur. Jón & Óskar versla eingöngu við birgja sem hafa fengið alþjóðlega vottun um að þeir versli eingöngu með "Conflict Free" demanta. Hægt er að óska eftir staðfestingu á þessari vottun þegar demantur er keyptur hjá Jóni & Óskari.
Lang vinsælasta slípunarform demanta og það sem er hannað til að endurkasta ljósi fullkomlega er svokölluð "round brilliant" slípun. Aðrar vinsælar slípanir eru princess, emerald, marquise, hjartalaga, perulaga, cushion, radiant og oval. Hjá Jóni og Óskari fást round brilliant demantar í miklu úrvali ásamt nokkru úrvali af princess cut demöntum. Við getum sérpantað demanta í öllum öðrum slípunarformum.
Óslípaðir demantar eru slípaðir af sérhæfðum fagmönnum sem að reikna út það slípunarform sem að hámarkar verðmæti hrádemantsins. Einungis lítið hlutfall demanta sem að finnast í námum eru nógu hreinir til að vera nothæfir í skartgripi. Flestir demantar eru notaðir í allskonar iðnaði.
Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna til að skoða úrvalið af demöntum og fá hjá okkur sérfræðiráðgjöf.