Jón & Óskar er alhliða úra- og skartgripaverslunarfyrirtæki sem var stofnsett árið 1971. Nú eru starfræktar þrjár verslanir sem eru staðsettar að Laugavegi 61, Kringlunni og í Smáralind.
Stofnendur fyrirtækisins eru Jón Sigurjónsson gullsmíðameistari og Óskar Óskarsson úrsmíðameistari. Verslunin var fyrst til húsa að Laugavegi 70 í 50 fermetra rými en þegar reksturinn fór að sprengja utan af sér þessa fáu fermetra stækkuðu þeir verslunina til austurs yfir í húsið við hliðina. Það var síðan árið 1995 sem verslunin flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að Laugavegi 61 og varð þar með stærsta úra-og skartgripaverslun landsins.
Icecold skartgripalínan leit dagsins ljós árið 2000. Icecold er íslensk hönnun og framleiðsla, hönnuð og smíðuð af gullsmiðum fyrirtækisins. Hún hefur notið mikilla vinsælda og stækkað og þróast gegnum árin.
Árið 2007 stækkaði fyrirtækið og opnaðar voru verslanir í Kringlunni og Smáralind.
Hjá fyrirtækinu starfa félagar í fagfélagi gullsmiða og boðið er uppá vandaða og persónulega þjónustu.