Icecold Gull

ICECOLD GULL er stærsta og glæsilegasta gulllínan okkar. Línan er hönnuð og smíðuð af gullsmiðum Jóns & Óskars. Hönnunin er innblásin af íslensku jöklunum og þeim fallegu ljósbrotum sem í þeim myndast. Skartinu er ætlað að endurspegla bæði kraft, grófleika og fínleika stórbrotinnar náttúrunnar.

ICECOLD GULL línan hefur að geyma fallegt skart, hvort sem um er að ræða hringa, hálsmen, armbönd, eyrnalokka, ermahnappa eða bindisnælur, og fæst bæði í gulli og hvítagulli. Hægt er að setja demanta í skartið að vild eftir sérpöntunum.