Trúlofunar- og giftingarhringar

Við bjóðum upp á mikið úrval glæsilegra giftingar- og trúlofunarhringa og þjónustum viðskiptavini okkar á ýmsan hátt með því að minnka, stækka, pússa, hreinsa og pólera eldri hringa. 

Hafi brúðhjón óskir um sérsmíði látum við draumahringana verða að veruleika. Sé óskað eftir demöntum eða öðrum eðalsteinum í hringana má einnig sérpanta þá.