Giftingarhringurinn er tákn eilífrar ástar og ævarandi tryggðar og hápunktur hjónavígslunar er þegar brúðhjónin innsigla ást sína með því að setja upp hringana. Þar sem hringurinn hefur hvorki upphaf né endi er hann talinn geta verndað gegn illum áhrifum. Giftingarhringar þekktust þó ekki hér á landi fyrr en seint á 19. öld.
Flestir Íslendingar kjósa að nota trúlofunarhringa sína einnig sem giftingahringa og bera þá gjarnan trúlofunarhringinn á hægri hendi en færa þá yfir á þá vinstri þegar þeir ganga í hjónaband.
Gömlu, góðu, klassísku gullhringarnir halda alltaf vinsældum sínum, en Þess má geta að samkvæmt hjátrúnni er hjónabandið ástríkt ef giftingarhringar eru víðir en ástlítið séu hringarnir of þröngir.
Á Íslandi eru trúlofunarhringar einnig notaðir sem giftingarhringar og er því ætlast til að þeir endist ævilangt. Hér á Íslandi er algengast að nota 14kt gull í hringa, 585 hluta gull af 1000. Sú blanda hentar vel því hitaveitu-vatnið okkar nær yfirleitt ekki að oxitera 14kt gull (oxitering gerir gull dökkt). Verð hringana fer því yfirleitt eftir breidd og þyngd.
Hringarnir okkar eru hágæðavara og gullið ávallt 14 karöt.
Hefðbundna slétta hringa eigum við oft til á lager og getum því afgreitt þá samdægurs. Munstraða hringa eigum við einnig til á lager, en ekki í öllum breiddum og stærðum, og þarf því að sérpanta þá og er afgreiðslufresturinn 7 - 15 dagar.
Við getum sent til ykkar hringamál til að mæla fingurstærð. Vinsamlegast hringið eða sendið okkur tölvupóst.
Við þjónustum viðskiptavini okkar á ýmsan hátt, t.d. minnkum, stækkum, pússum, hreinsum og pólerum eldri hringa.
Við getum sent ykkur hringana í ábyrgðarpósti eða í póstkröfu, ef þess er óskað. Einnig bjóðum við Visa og Euro greiðslur, léttgreiðslur og raðgreiðslur.
Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar og bendum á að við tökum einnig við pöntunum og fyrirspurnum í gegnum síma. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst. Ef um séróskir er að ræða reynum við eftir fremsta megni að koma til móts við ykkur.
Vinsamlegast athugið að áletrun innan í hringana bjóðum við viðskiptavinum að kostnaðarlausu þegar hringarnir eru keyptir.
Alveg frá því að það varð almenn venja að nota brúðkaupshringi, hefur verið rætt um, hvort hringurinn eigi að sitja á hægri eða vinstri baugfingri.
Sumum finnst að bera skuli brúðkaupshringinn á vinstri hönd, hún liggur jú nær hjartanu. En þar sem hringurinn er í raun tákn um trúlofun eru aðrir sem segja að hringurinn eigi að vera á hægri hendi á meðan hann sé tákn um trúlofun.
Það eru því ekki alveg fastar reglur varðandi það hvort sé réttara að bera giftingarhringinn á vinstri eða hægri baugfingri. Margir velja það hins vegar að nota vinstri baugfingur fyrir trúlofunarhring og síðan þann hægri fyrir giftingarhringinn. Þegar sami hringur er notaður er hann færður frá vinstri hendi yfir á þá hægri. Oft er þetta erfitt því ekki er alltaf sama stærð á fingrum vinstri og hægri handar.
Við mælum með því að fólk ákveði þetta sjálft strax í upphafi trúlofunar og velji sjálft óháð öðrum hefðum. Hvernig væri til dæmis fyrir rétthent fólk í grófri vinnu að hafa hringinn á vinstri hendi. Þá mæðir minna á hringnum og hann endist lengur.
Löngum hefur tíðkast að brúðgumi færi brúði sinni morgungjöf. Brúðguminn afhendir brúðinni gjöfina ýmist morguninn eftir giftinguna eða að kvöldi brúðkaupsdagsins áður en þau ganga í eina sæng. Hefð hefur skapast fyrir því að konur fái skartgrip í morgungjöf frá sínum heittelskaða.
Skartgripir verðaþví oft fyrir valinu sem morgungjöf og finnst mörgum konum þær aldrei eiga nógu mikið af þeim.
“Diamonds are a girl’s best friend”
Frá tímum Grikkja og Rómverja er til sú sögn að morgungjöf til brúðar eigi að vera hringur með demanti, tákni kærleikans.
Kveðja,
Jón og Óskar